Jazney Glitter De la gell.com

miðvikudagur, maí 07, 2003

Jæja....Mikið er maður orðinn þreyttur. Verkefnið virðist aldrei ætla að klárast. Ótrúlegt hve langan tíma tekur að vera næstum “búinn” með verkefni. Það er eins og tímabilið að leggja loka hönd á verkefni taki eins langan tíma og að vinna verkefnið sjálft.

Svo að finna endalaust af nýjum stafsetningavillum.......ekki bætir á að í hópnum okkar í lokaverkefninu sem Nota Bene var valinn saman af handahófi, þurfa að vera tveir fatlaðir einstaklingar......betur á orðum komið staur lesblindar, og ekki bætir á þegar maður er orðinn þreyttur og lúinn nóttina fyrri skil, þá bara nokkurn vegin takast öllum stöfum bókstaflega að snúa sér við....í rauninni mætti sjá stundum út listaverk úr þessum frábæra hrærigraut stafa sem myndast á tölvuskjánum.......

Bara skil ekki svona tilviljun. Fimmtán hópar og þrír lesblindir á árinu að við lendum akkúrat saman í hóp.... heheh greyið hópurinn okkar....vá vildi ekki vera þau. Við sitjum hérna með glott á vör og sjáum bara ekkert að textanum, í raun skiljum við ekki þetta ys og þys yfir engu, þetta bara í rauninni gæti ekki verið réttara.

Jæja ætli ég fari ekki að hætta þessu rugli, setjist hliðin á ófötluðu einstaklingunum og þykist vera sammála um allar þær villur sem þau finna. Svo bara brosa og segja Já...... hehehehe :D

Góða Nótt

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home