Jazney Glitter De la gell.com

fimmtudagur, maí 08, 2003

Ótrúlegt en satt, hópurinn minn náði að skila verkefninu í gær, reyndar seint en ég gribba stóð í hurðinni á skrifstofunni og harðneitaði að henni yrði læst fyrr en hópmeðlimir mínir kæmu með skírsluna í hús.

Lentum nefnilega í svo miklu veseni með prentunina, Lýður snilli náttlega náði að redda því að prentunin yrði borguð af fyrirtækinu okkar þannig við létum búa til 10 skýrslur, sem kosta hátt í 40 þúsund krónur, en það er í fínu því við borgum það ekki sjálf. Fyndið með prentunina, Lýður uppsetjari og prentunarsjení sá um þetta allt saman, og eins og allir sem þekkja Lýðu vita þá er hann ekki alveg þolinmóðasti maður á jarðríki..... Að hann sögn þá rann ekki blóðið í æðunum á þessu blessaða prentfólki hjá þessu fyrirtæki og á endanum þurfti hann að raða sjálfur hverju einasta blaði í skýrslunni upp á nýtt.....hehe við erum að tala um 62 * 10 blaðsíður, eftir það upplifelsi kom hann eldrauður úr pirringi upp í skóla og tilkynnti okkur það að hann ætlaði ALDREI að verða prentari.....Góður lýður þú veist þá að þú getur úrilokað þann kost.....

Annars er bara verið á fullu að undirbúa kynninguna og vörnina á verkefninu sem fer fram klukkan átta í fyrramáli. Einhverja hluta vegna náðu allar vinkonur mínar að verja í dag fimmtudag en ég var eina sem þarf að gera það á föstudaginn.....þannig þær fara saman út að borða í kvöld og djamma svo fram á rauða nótt, án mín......og ég sit ein heima með sveitt enni að æfa mig....en það er líka miklu hollara fyrir heilann....maður á ekki að vera að svona brölti.....Heyrið þið það stelpur.

Bið bara að heilsa ykkur að sinni. Og Wish me luck á morgun

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home