Jazney Glitter De la gell.com

mánudagur, apríl 11, 2005

Högg og hlátur

Sólvör Litla á afmæli í dag... Hún er nú eiginlega hætt að vera lítil, því hún er sex ára í dag. Til hamingju með AfMæLiÐ sTuTTa....



Annars það sem er að frétta af mér er:

Verkefnatörnin búin.... Prófið búið.... Elka farin og núna bara tvö námskeið eftir!!

Frábært að losna undan þessari pressu frá skólanum þetta er alveg búið að vera ferlegt. En einhvernvegin samt fínt... heldur manni að verki og fær tíman gersamlega til þess að þjóta áfram.

Haldið þið ekki að hún Elka hafi komið og heimsótt mig um helgina. Við máluðu bæinn gersamlega rauðann ásamt Guðrúnu og Tinnu.

Við þrömmuðum Strikið fram og til baka og náðum að gleyma okkur aftur og aftur og aftur og aftur í H&M. Tókum Sæt Sín pakkann á föstudeginum og svifum um götur Kaupmannahafnar á hjólum því hún Valdís var svo ljúf og góð að lána okkur hjólið sitt. Fórum út á lífið og náðum að brenna bókstaflega öllum kaloríunum sem við höfum innbyrgt síðustu mánuði með trylltum stríðsdansi flestum til mikillar undrunar.

Tinna kom og var hjá okkur á laugardeginum. Við fórum ásamt Guðrúnu í Kristjaníu og skoðuðum okkur um og sátum úti í sólinni. Um kvöldið fórum við allar saman á Bakken sem er svona Tívolí í garði rétt fyrir utan miðbæinn. Til þess að gera langa sögu stutta... þá hlupum við fjórar, eins og tryllt smábörn á milli tækjanna í fjóra tíma.... streit... náðum að fara í flest öll þeirra tvisvar og enduðum í vatna rússíbana....

Talandi um Vatna rússíbana....í 1,5 stiga hita fórum við upp í Drumb-bát, ég, Guðrún og Elka.... Tinna var orðin frekar veik á þessum tímapunkti eftir aðeins of margar ferðir. Stelpurnar voru fljótar að panta öftustu sætin og ég druslaði mér þá fyrir framan.... í þeim ótta við að fá allt vatnið yfir mig. Jæja.... málið var að maður átti helst að vera fleiri fyrir framan heldur en fyrir aftan og því var afskaplega mikið pláss fyrir framan mig eða svona um einn metri. Við fórum niður rosalegan bratta og það heyrðist í Elku... þetta er allt í lagi Jónína....Ég held þér.... Næsta sem ég veit var það að við vorum á fleygiferð niður brekkuna og ég flaug fram fyrir mig og skallaði framhlutann á drumbar-bátnum og skaust svo aftur til baka... frekar vönkuð stundi ég upp... ætlaðir þú ekki að halda mér.... en ég skildi ekki hvað hún svaraði því hún hló svo mikið.... hehe... við semsagt settum báðar hendurnar fyrir höfuðið þegar við fórum ofaní vatnið til þess að fá ekki allt yfir okkur.... og slepptum takinu...því skaust ég fram fyrir mig, en hún sat fyrir aftan sætið mitt og því var hún föst.... við erum svo klárar, báðar tvær....við veinuðum úr hlátri allt kvöldið, allar fjórar enda var þetta ógeðslega gaman og ótrúlega mörg, mjög fyndin tæki....:)

Okkur var frekar kalt eftir þennan rússíbana en okkur var svo hent út úr garðinum stuttu seinna því það var verið að loka rétt eftir miðnætti....

Elka fór svo heim í gær.... alltaf jafn tómlegt þegar gestirnir yfirgefa mann... Það er svo gaman að vera túristi hérna með gestunum....

p.s. svo fékk ég að vita í síðustu viku, að ég er komin með vinnu í sumar. Er semsagt að fara að vinna í Markaðsdeild Landsbankans og byrja þar 23. maí. jibbíí jeiii

6 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home