Jazney Glitter De la gell.com

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Rússneskur kafbáta-Læknir

Var svo hrikalega óheppin í fyrradag að fá í hálsinn.... ekki hálsbólgu, heldur þegar ég var að klæða mig í bol, festist hálsliður með þvílíkum verki... Ég er því búin að vera frekar skrautleg og stíf, með lítinn nánast engann sveigjanleika til þess að líta til hægri né vinstri.

Fór því á stúfana og leitaði uppi heimilislæknirinn sem ég valdi mér á fyrstu vikunum hérna. Ég hringdi í hana til að reyna að fá tíma hjá "skvísunni" og hún hún bað mig um að koma í morgun.

Vaknaði því frekar snemma til að vera örugglega mætt vel snemma, vildi ekki styggja lækninn "minn" í fyrstu heimsókninni. Kom tíu mínútur fyrir tíu (tíminn minn var semsagt klukkan 10) og sast á biðstofuna. Þar sat ein stelpa á undan mér en annars var biðstofan tóm. Korter yfir tíu byrjaði biðstofan að fyllast af fólki, en ekkert bólaði á lækninum. Hálf ellefu haltrar stór kona og mikil um sig, með svart krullað hár í allar áttir. Hún sagði eitthvað á óútskýranlegu tungumáli og hvarf svo aftur.

Tíminn leið og rétt fyrir ellefu fer hún að kalla alla inn til sín og afgreiðir þá greinilega mjög hratt því þetta gekk eins og í sögu.... allt nema það að allir fengu að fara inn nema ég. Á endanum spyr ég hana hvort hún væri ekki meðvituð um það að ég væri hérna og að ég hefði átt tíma klukkan tíu. Hún lítur á mig frekar hvöss og segir JÚ. Svo hélt hún áfram að hleypa inn fólki sem var að koma inn þrátt fyrir að ég hefði komið inn klukkan tíu og langt á undan flest öllum. Á endanum eða klukkan tuttugu mínútur í tólf hreytir hún í mig að ég geti komið núna inn....

Ég labbaði inn á stofuna hjá henni og hún biður um lækniskortið mitt, en ég hef ekki heyrt svona mikinn rússnenskan hreim síðan ég horfði á rússnesku kafbátamyndirnar sumarið '76. Svo hreytir hún í mig.... "Whats te prrrobbblem" og ég fer að segja henni hvað gerðist fyrir mig ...þá grípur hún fram í fyrir mér og segir hvöss..."so was te prrrrooobblem today" og ég segi hissa.... þetta sem ég var að segja þér frá, það er ástæðan fyrir að ég kom hingað. Hún skipar mér að fara út fötunum, og ég varð frekar hissa en læt nægja að fara úr bolnum. Hún labbar að mér og segir " I cant seee nohing" og ég segir hissa... nei það er vegna þess að verkurinn er inn í bakinu. Hún segist ekkert geta gert nema að láta mig fá verkjastillandi lyf en ég talaði hana svo inn á að láta mig fá uppáskrift til sjúkraþjálfara. Næst hendir hún blöðunum í mig og ég lít á þau og spyr hvernig verkjarlyf þetta er....(er nefnilega lítið fyrir að dópa mig upp).... Hún segir "pain killer" og ég segir hvernig "Pain killer" og hún segir "it kills pain" og ég lít hissa á hana og hún ýtir mér út og segir "good bye".

Ég fór hálf ringluð út af læknastofunni klukkan rétt að verða tólf búin að vera þar í tvo klukkutíma og ég vissi ekki alveg hvort ég ætti að hlægja eða gráta. Fór því beint til sjúkraþjálfarans. Ritarinn sem tók á móti mér var svo æðisleg að hún náði að troða mér í tíma strax. Fór því beint í tíma hjá fjallmyndarlegur gæja sem bað mig að fara úr og þuklaði svo allt bakið á mér.... :)

En til að gera langa sögu stutta... þá labbaði ég þar út og mér líður svo miklu, miklu betur, farin að geta hreyft hausinn og mesti verkurinn er farinn.

Og það einkennilegasta við þetta allt saman er það að maður þarf ekki að borga fyrir þetta í Danmörku, þó svo að ég sé ekki skattborgari, fannst það frekar óþæginlegt!!

En núna er ég semsagt að pakka niður og er á leið út í rútu, 8 klukkutíma ferðalag, er á leiðinni til Osló til að hitta Sigríði, Martein og Sólvöru og ætla að vera hjá þeim um helgina.

4 Comments:

  • Læknavesen í úglöndum... bin there... don that!! Samt æðislegt að þurfa ekkert að borga ;) Á spáni fékk ég meira að segja lyfin ókeypis á bráðamótökunni ;)... getur verið að ég hefði átt að borga.. en ég skildi ekkert og labbaði út! Góða skemmtun í Norge!!! knus til allra!

    By Anonymous Nafnlaus, at apríl 15, 2005 6:22 e.h.  

  • jammm been there done that lika!
    Aetti ad reyna ad fara sem oftast til laeknis herna, thar sem eg tharf ekki ad borga! Lata tha komast ad ollum minum gollum svo eg thurfi ekki ad borga svona randyru verdi i heimilislaeknana heima! Lyfin eru heldur ekkert svo dyr og virka heeelviti vel :)

    p.s til hamingju med vinnuna esskan! thyrfti ad fara ad leita sjalf!

    By Blogger Áslaug Einarsdóttir, at apríl 18, 2005 1:10 e.h.  

  • hae skvis
    datt inn a siduna thina af tilviljun. gaman ad sja hvad thu ert ad bralla i utlandinu.
    sjaumst heima i sumar.
    kv. T

    By Blogger Fat-cat, at apríl 25, 2005 3:47 e.h.  

  • koma svo stelpa!!
    blogga meira!!
    ég þarf að hafa e-ð skemmtilegt til að lesa á meðan ég er í prófunum!! ég ætlaði að stóla á þig.. en það er ekki að ganga.. hmmm

    By Anonymous Nafnlaus, at maí 01, 2005 12:23 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home