Jazney Glitter De la gell.com

fimmtudagur, maí 15, 2003

Gamalt

Nú er það svart....ég gekk svo fram af öllu síðastliðinn föstudag. Alveg get ég verið ótrúleg. Stundum bara veit ég ekki hvenær ég á að stoppa og reyndar þeir sem þekkja mig vel vita að ég kann það aldrei.... Fór að skemmta mér með krökkunum sem voru að ljúka verkefninu með mér á föstudagskvöldinu. Byrjuðum að borða heima hjá Stellu alveg frábæran mat og reyndar borðuðum alveg yfir okkur því ÞAÐ MÁ..... (Keppnin búin og svona sko). Síðan sátum við krakkarnir bara saman og spjölluðum.

En hei jú það var annað sem við gerðum sem ég má ekki gleyma að segja ykkur frá að ég gerði.....ég horfði á heimskulegasta þátt sem ég hef séð lengi, þessi þáttur kallast American Idol, þegar þessi rosa vinsæli þáttur byrjaði var hópurinn sussaður niður og allir áttu að sitja stjarfir og horfa á þessa einkennilegu skemmtun. Ég dró þá ályktun að þegar farið er að búa til svona sjónvarpsefni, þá er orðið afar lítið eftir af efni til sjónvarpsþáttagerðar.

Burt séð frá því þá fórum við svo á skemmtistað sem heitir Felix til að hitta alla HR ingana og áður en ég vissi af þá var ég náttlega búin að stinga alla af......alla sem ég kom með. Jónína semsagt bara að skemmta sjálfri sér og þeim sem hún fann til að vera með sér í skemmtuninni. Einkennilegt þetta skemmtanalíf.

En til að gera langa sögu stutta þá áttaði ég mig á því að ég var ein uppi á Vegamótum og dröslaðist þá til að hitta liðið......þegar ég dröslaðist þangað náði ég semí FEGURÐAEDROTTNINGIN SJÁLF, að brjóta hælinn undan skónum mínum......alveg stórt DÓ..... en þetta eru pottþétt skilaboð frá guði að ég virkilega á ekki að ganga á hælum..... á að halda mig við að skemmta mér á strigaskóm.


Þannig lærdómur kvöldsins er sá.....hafa skal Jónínu í bandi og ekki ganga á rán dírum hælum, þeir brotna hvortið er og þá er þeim peningi sóað fyrir lítið.


Svo var skemmtilegur lærdómur daginn eftir, þegar ég vaknaði kl 7 um morguninn eftir að hafa farið að sofa kl 5. þegar ég þurfti að dröslast upp í Kópavogsskóla til að vinna við kosningarnar til 10 um kvöldið en mér tókst að leggja það saman og það gerðu 14 tímar og ekki bara svona illa á mig komin líka rosa rosa rosa þreitt og úrill....Sóley bað mig vinsamlegast að hafa tiggjó og ilmvatn. Hehehe svona er einkennilegt að lifa.


Síðan þá hef ég nánast sofið..... ekkert skrítið að ég hef ekki verið dugleg að skrifa á bloggið mitt.... hef einfaldlega verið sofandi.

Ekki gleyma að líta á Helgar DV Jónína að plögga Dior heheh kíkið endilega laugardagurinn síðasti.

En vinna í fyrramálið þannig ég óska ykkur góðrar nætur.