Jazney Glitter De la gell.com

þriðjudagur, maí 03, 2005

Er NorMaL til?

Tíminn er svo ferlega óþægur, hann gersamlega rennur úr höndunum á manni eins og sápustykki. Ég er semsagt, síðan ég skrifaði síðast, búin að vera í óða önn að ná taki á þessum tíma, en því miður hefur mér gengið illa... hann gersamlega rennur frá manni, og allt í einu hefur maður ekki tíma til þess að blogga. Ótrúlegt!!

Fór til Noregs og skemmti mér alveg konunglega og svo var lært, farið til Svíþjóðar og verslað smá svona í þrönga fataskápana sem bíða mín heima. Líka vegna þess að mamma og pabbi komu í heimsókn og tóku heim frá mér 22 kíló og ég varð náttúrulega alveg ómöguleg að vera að koma heim 22. maí með hálf tóma ferðatösku.

Semsagt Mamma og Pabbi komu í heimsókn til mín og við skemmtum okkur ótrúlega vel, ég held bara að annaðhvort; á ég svona skemmtilega foreldra eða ég er að verða gömul og farin að finna mig betur í húmornum. Við semsagt tókum túristahringinn fram og til baka, misstum okkur í antik búðum og náðum að versla Mávastell fyrir marga bláa kalla. Svo var farið á pöbbin á hverju götuhorni og borðað úti í öll mál. Þetta var alveg yndislegt líf enda vorum við líka svo heppin með veður.

Eftir að þau kvöddu fékk ég heimsókn frá Önnu vinkonu minni sem býr á Jótlandi, við skemmtum okkur saman um helgina, og enn og aftur, stundum get ég komið sjálfri mér á óvart hvað ég er ógeðslega skemmtileg!! Bara ef einhverjir fleiri en ég myndu skilja húmorinn minn.

Sigríður og Sólvör koma til mín á fimmtudagsmorguninn og mér er farið að hlakka mikið til að fá síðustu gestina mína... en svo er bara próf og pakka.

Ég gerði ferlegt áðan, ég seldi HjóLiÐ mitt.... sem er ferlegt sjokk, flotta hjólið mitt sem ég er búin að strjúka og klappa á löngum einmanna vetrarkvöldum. Ég fæ samt að afhenda það þegar ég fer, þannig var díllinn. En samt... skrítið að þetta séu síðustu metrarnir.

Komst að fleiri hlutum um sjálfan mig... sem koma mér samt sem áður ekki svo mikið á óvart. Virðist aldrei hafa fallið almennilega inní hópinn....





You Are 30% Normal
(Occasionally Normal)






You sure do march to your own beat...

But you're so weird, people wonder if it's a beat at all

You think on a totally different wavelength

And it's often a chore to get people to understand you




En hvað er annars að vera Normal. Keppni í því að ná sem bestum árangri í að vera, segja og lifa eftir þeim normum sem annað fólk setur þér, ef allir stela og keyra yfir á rauðu ljósi... er maður þá normal, ef maður brítur lögin á sama hátt og allir? Ef maður fylgir eigin sannfæringu er maður þá ekki NorMal... Spurning... hvernig hægt er að setja mælistiku á Normal-leika og humm....spurning...

Ég stend samt í þeirri sannfæringu að ég sé svona Normal með nokkru aukakryddbragði, en samt langt í frá að vera CrAzZzY.

Yfir og út

4 Comments:

  • vá gaman að sjá nýtt blogg.
    Hver er orginal??? hver man ekki eftir því lagi,, ég veit ekki hver ég er.....

    kveðja úr kópó
    áó

    By Anonymous Nafnlaus, at maí 04, 2005 2:21 e.h.  

  • Ok... of mikið af heimspekilegum pælingum (næsta próf) Það er EKKERT til sem er NORMAL!! það eina sem mér dettur í hug er að þetta sé samsett orð, þá úr "når" (danska/norska eða sænska) =núna og "mal" (spænska) = vondur. Svo eina skilgreining mín fyrir þessi 30%normal eru það að þú ert einungis 30%núna vond! sem ég skil ekki alveg... en 30% er lítil tala af öllu hundraðinu og er t.d. ekki nógu mikil til þess að þú náir prófi! svo það er allsekki slæmt að vera 30% vond núna! en kemur samt ekki heim og saman við bókhaldið mitt því ég var alveg 100% viss um að þú værir ekki meira en 0,00001% vond! og þá 99,99999% góð! En ég er að sjálfsögðu ekkert búin að hitta þig síðan í "fyrstu" heimsókninni í febrúar svo það væri slæmt ef talan sé búin að margfaldast!

    Jæja... þetta er mjög slæmt! ég er á leiðinni að fara yfirum! er að reyna að hugsa ekki um siðfræðina er og þá bara komin alveg í hinnendan í e-a tölfræði!

    Já við eigum bara svona helvíti skemmtilega foreldra! ;) Heppnustu systur í geimi! ;)

    jæja! farin að hugsa um heimspekiprófið!! og vona að fara ekki yfirum... annars er stutt í geðdeildina frá því þar sem ég er að læra! næsta hús við... svo það er stutt að fara YFIR!! (um)

    Góðs skemmtun með okkar yndislegu systur og skemmtilegu frænku! Bið að heilsa þeim!
    kossar og knús
    lil'sys

    By Anonymous Nafnlaus, at maí 05, 2005 12:06 f.h.  

  • Jalló mín kæra, skemmtu þér nú vel síðustu dagana þína áður en þu kemur á klakan :) hlakka geggjað til að fá þig heim skvís

    kv Halla
    ps ég er 45% normal ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at maí 05, 2005 9:24 f.h.  

  • jammjamm ég er aðeins meira normal en þú :) sem er nú kannski bara boring eða hvað? er skv þessu 50% sumsé bara bæði og!

    p.s en týpískt að hún ásrún vitni í SteHilm ;)

    By Blogger Áslaug Einarsdóttir, at maí 10, 2005 6:34 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home