Jazney Glitter De la gell.com

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Að drukkna í reglum og fastheldni Danaveldis

Eftir að hafa verið í Danmörku hef ég komist að því að skriffinnskan og þjónustulundin hérna er alveg skelfileg. Að koma einföldustu skilaboðum á leiðarenda tekur rosalegan tíma og nákvæma pappírsvinnu.

Ég hefði nú frekar átt að lesa kommentið frá Erlu Dögg.... Ég fór náttúrulega af stað í dag til þess að ná í þetta númer og beið og beið og komst að því þegar það kom að mér að ég þurfti eitthver blöð frá Íslandi, hinsvegar var ég búin að frétta að þessi skrifstofa á að hafa samband við Ísland og redda pappírunum og ég sagði það við dömuna en hún svaraði bara til baka "Það eru kosningar á næsta leyti og við höfum engan tíma til þess að stússast í slíku, ef þú vilt CPR númerið þitt fyrir sumarið þarftu að ná í pappírana sjálf". Þá spurði ég hana hvort ég mætti ekki bara láta íslensku skrifstofuna faxa þessu til þeirra.... og daman svaraði "þetta getur ekki tekið svona stuttan tíma á Íslandi, svo er betra að þú látir senda þetta í pósti á þitt heimilisfang og komir með þetta sjálf hingað". Þvílíka vesenið á þessu liði, nennir ekki að taka á móti faxi og skilur ekki að á Íslandi hringirðu eitt símtal og þeir Faxa á stundinni fyrir þig, hvert sem er.

Fór í gærkvöldi út að borða með Róberti, sem er í viðskiptaerindum hérna í Kaupmannahöfn. Fengum rosa góðan mat en ég þurfti að biðja 4 sinnum um tómatsósu og smjör með kartöflunni..... við biðum alla máltíðina eftir þessu og á endanum þegar ég bað í síðasta sinn... þá ældi þjónninn út úr sér að þetta hafi verið pöntun og því farið með öðrum pöntunum...aftast í röðina... og allar pantanir eru afgreiddar í réttri röð..... skil þetta nú bara ekki.... við vorum löngu búin með matinn og samt var þetta ekki komið. Ég benti þeim svo fallega á þetta, þegar við greiddum reikninginn og þau bara skildu ekki hvað ég var að væla. Ótrúlegt þetta lið stundum eins og það er nú yndislegt.

Ég labbaði bæinn á enda fram og til baka í dag til að leita mér að hjóli. Á endanum fann ég mér draumahjólið. Alveg rosa fínt og á sanngjörnum díl. Því ætla ég að vakna klukkan 7 í fyrramálið og kaupa það og hjóla á því fyrsta daginn minn í skólanum. (það tekur aðeins lengri tíma hér en á Íslandi að koma sér á milli staða) Hlakka svaka til. Ég á að vera í tímum allan daginn á morgun og svo kem ég heim á fimmtudaginn í smá heimsókn vegna Framadaga sem verða nota bene á föstudaginn.

Hlakka til að sjá ykkur öll og mér finnst æði þegar þið skrifið Komment til mín, endilega haldið því áfram og endilega þið hin skrifið mér skilaboð. Það hlýjar mér svo mikið um hjartarætur þegar ég veit að ykkur er ekki alveg sama :)

2 Comments:

  • Hvað verður þú lengi á landinu ????
    kv Kristrún

    By Anonymous Nafnlaus, at febrúar 02, 2005 11:33 f.h.  

  • Hæ hæ jónina mín.... ja segðu með þjónustulund og annað í úglöndunum... Ég segi bara komdu til bretlands og þá færðu að kynnast engri þjónustulund og er það líka land Skriffinsku dauðans..... En annars skemmtu þér vel bestu kveðjur Sibba og Erla góða :o)

    By Blogger dabb, at febrúar 02, 2005 8:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home