Sumir heppnari en aðrir, því miður
Frábært....
Jólin mega loksins koma...Kláraði prófið í gær og þvílíki léttirinn... segi nú ekki að ég hafi staðið mig neitt glimrandi vel, en ég kláraði prófið og gerði það ágætlega. Vesta var að ég gleymdi símanum mínum í prófinu og því hefur verið ómögulegt að ná í mig.
Fór í Víðihvamminn og fékk aðstoð góðra manna við að strauja tölvuna mína... trítlaði svo heim og stein sofnaði. Ég sem ætlaði að hitta stelpurnar en eftir stressið og álagið þá bara mótmælti líkaminn.
Því miður þarf hann Siggi minn að vera í prófi núna... og ég er með alla mína orku að hugsa honum góðs gengis. Ekki nóg með það þá þarf hann að hanga inn í svitafílunni og táfílunni á Þjóðarbókhlöðunni fram yfir helgi. Eina jákvæða er það að lyktin hefur aðeins skánað því það hefur fækkað mannskapnum þar, hvort það sé nú jákvætt eða neikvætt fyrir hann má liggja á milli hluta (ömurlegt að horf á eftir öllum út í jólaskapið á meðan maður sjálfur er fastur inni).
Jæja nú er bara að mæta í vinnuna...
2 Comments:
til lukku með að vera buin i profum:)
kv hulda
By Nafnlaus, at desember 17, 2004 1:51 e.h.
úff já það er hundfúlt að vera ekki búin í prófum! En mitt síðasta er í fyrramálið svo það er nú ekki mikið eftir .. jibbí :)
By Inga, at desember 17, 2004 10:46 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home