Jazney Glitter De la gell.com

þriðjudagur, maí 17, 2005

Síðustu metrarnir

Þið verðið að fyrirgefa en ég er á kafi í próflestri og verkefnavinnu.... og einna mest er ég á kafi í því að klára dvöl mína hérna í Danaveldi og njóta hverrar mínútu af henni. Ég er á heimför innan skamms og hef svo margt að gera að ég hef ekki fundið mér tíma til að setjast niður og skrifa hérna.

Innan skamms verð ég komin heim og þá verður lífið aftur eðlilegt, ég þarf að rífa mig út úr þeim munaði að vera ein í heiminum með engar skuldbindingar og ekkert er vænst af mér.

Ég lifi ekki eftir klukku hérna heldur eftir dimmu og birtu. Fer að sofa þegar það er dimmt, vakna þegar það er bjart og borða þegar ég er svöng..... Þetta líferni ættu allir að prufa, því líf án þess að vera bundin við armbandsúr og að vera sífellt undir pressu líðandi stundar er feiknarlega lærdómsríkt og gefandi. Kennir manni að slappa af og líða með tímanum, taka eftir þeim hlutum sem maður gefur sér aldrei tíma til þess að sjá og finna fyrir hlutum sem eru svo einstakir.

Þó svo að mér hafi hlotnað þessi forréttindi að stíga út úr lífi mínu og eyða 4 mánuðum í sjálfan mig... í félagskap míns sjálfs... (og ótrúlegt en satt þá er í bísna skemmtileg... hehehe þó þið eflaust trúið því ekki...) þá held ég að allir ættu að prufa þetta... þó svo að það sé ekki nema að fara á kaffihús eða á listasafn, EINN... bara með sjálfum sér og plana ekkert yfir daginn annað en að vera með sjálfum sér, skilja símann eftir heima. Þetta er ótrúlega erfitt, og maður er alltaf svo bundinn við það að það er ASNÓ að vera einn... en þegar þetta tekst þá uppgvötar maður ótrúlegustu hluti um sjálfan sig, sem styrkja mann í að byggja upp þá manneskju sem maður vill vera.

Semsagt Jónína er á leiðinni heim... sterkari og lærðari manneskja en hún var í gær... Eins og við reyndar öll... tökum lærdóm gærdagsins með okkur inn í nýjan dag og byggjum nýja þekkingu á því sem við kunnum. Með þessu móti getur maður byggt upp þekkingarmusteri sem maður getur lifað í. Það er mun betri leið heldur en að byggja hvern dag frá grunni og komast aldrei áfram í því að þroska sjálfan sig...

Sjáumst hress innan skamms.....

4 Comments:

  • heyr heyr!!!

    By Anonymous Nafnlaus, at maí 17, 2005 11:25 e.h.  

  • Njóttu síðustu daganna í Danaveldi, ég hlakka svo til að sjá þig klakanum í sommer!

    By Blogger Inga, at maí 18, 2005 12:20 f.h.  

  • Hæ Jónína mín

    Já það er svo sannarlega rétt hjá þér að það er svo nauðsynlegt að upplifa stundir þar sem maður er algjörlega einn með sjálfum sér!

    Hlakka til að fá þig í alla tmc-hittingana í sumar ;)

    kv,
    She

    By Blogger she, at maí 21, 2005 12:09 f.h.  

  • ja thad er aldeilis... Jonina bodar sannleikann og er throskinn uppmaladur :) einn med sjalfum ser er yndislegur hlutur, thvi er eg sammala... goda ferd heim (ef thu ert barasta ekki komin heim) og eg bid ad heilsa a torfuna :)

    By Blogger Áslaug Einarsdóttir, at maí 23, 2005 5:45 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home