Jazney Glitter De la gell.com

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Á leið á klakann

Jæja góðir lesendur.... eða þeir sem ekki hafa gefist upp á að lesa bloggið mitt bæði vegna þess að ég skrifa sjaldan og svo er þetta ekkert rosalega skemmtileg skrif. En fyrir þá sem kíkja ennþá hingað inn þá er ég að koma heim á morgun. Mér er farið að hlakka mikið til að sjá alla sem og að knúsa ástina mína.

Ástæðan fyrir því að ég er að koma heim er ekki vegna þess að mér leiðist síður en svo, ég hef það reyndar alveg ótrúlega gott hérna. Ég var Markaðstjóri Framadaga og hef unnið að því verkefni síðan í haust. Dagarnir verða 4. febrúar á Hótel Sögu og ráðlegg ég öllum að fara. Ég er semsagt að koma til þess að vera viðstödd þennan árlega viðburð og ég get vart setið úr spenningi. Kíkið á www.framadagar.hi.is

Önnur ástæða fyrir því að ég get ekki setið er sú að ég var að kaupa mér hjól..... Það að kaupa sér hjól í Danmörku þýðir ekki að skilja það eftir inni í bílskúr heldur þýðir það að maður hjólar út um allt..... og þegar maður hefur ekki hjólað í fjölda ára hvorki úri né í líkamsræktarstöðum verður manni heldur illt í rassinum. Ég er alveg að farast úr vöðva og rassverki.... ég hjólaði bæinn á enda fram og til baka í dag og ég er uppgefin. Ferlegt ástand á manni. En alveg þess virði ég verð bara betur undirbúin fyrir reisuna okkar Sigga seinniparts sumars.

Hlakka mikið til að sjá ykkur öll......Fer svo aftur til Danaveldis á laugardagsmorgninum.... þvílíkt upptekin pía.

3 Comments:

  • Til hamingju med hjolid.
    Eg se tig fyrir mer, teytast um kaupmannahøfn ædislegt.
    heyrumst
    sigridur

    By Anonymous Nafnlaus, at febrúar 02, 2005 11:13 e.h.  

  • Efast stórlega að ég hitti þig úr þessu. Kallinn verður í köben frá sun-fim. Kannski hittist þig??? Við hittumst svo bara seinna. Kveðja úr kössunum í Túninu.

    By Anonymous Nafnlaus, at febrúar 04, 2005 10:52 e.h.  

  • Þegar þú hjólar daglega þá hættiru fljótlega að finna fyrir rassverkinum;) Belive me, tala af reynslu,hehehe:)

    By Blogger Rikey Huld, at febrúar 05, 2005 1:30 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home