Ísland í mýflugumynd
Eftir að hafa fengið að stíga eitt augnablik inn í verndaða líf mitt á Íslandi, er ég komin aftur út, þreytt, ringluð og skilningsvana.
Mikið var gott að koma heim í steikur og næringarríkan mat í faðmi fjölskyldunnar. Dvölin á Íslandi leið bara allt of hratt og fyrr en varði var ég komin aftur í flugvélina á leið út. Í raun voru þetta bara tvær nætur og einn dagur sem ég átti á Íslandi því skólinn kallaði.
Framadagarnir tóku sinn tíma... reyndar heppnuðust þeir alveg frábærlega og það er alveg stórkostlegt að sjá svona mikla vinnu smella saman og verða að þessum frábæra degi. Á milli þess sem ég var að stússast útaf Framadögunum kúrði ég mig inn í bringuna á honum Sigga mínum og reyndi að njóta stutta tímans sem ég hafði með honum.
Við Siggi áorkuðum að setja saman lokaskipulag fyrir ferðina miklu og nú er ekkert annað en að kaupa miða. Jibbíííjeiiii
Lil Sys kom með mér út í morgun til að skoða aðstæðurnar, einnig komu "systur og svilar" til að leggja blessun sína á Danaveldið.
Ég er komin heim að sofa en skyldi Lil Sys eftir niðri í bæ á tjúttinu með Elfu og þær ætla svo að koma og gista hérna hjá mér í nótt..... ég bara get ekki meira.... uppgefin eftir alla keyrsluna undanfarna daga....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home