Jazney Glitter De la gell.com

föstudagur, janúar 28, 2005

Fundin

Eftir að hafa eytt fyrstu dögunum mínum í Kaupmannahöfn hef ég komist að því, eftir að vera nánast búin að vera týnd frá því að ég kom hingað, að það er mun hagstæðara bæði tímalega og orkulega, að vera með kort í vasanum.

Kaupmannahöfn er æðisleg og mér líður afar vel hérna, umhverfið er gott og margt er að sjá. Síðan ég kom hingað hef ég verið í kynningarviku í skólanum og það er rosalegt prógramm allan daginn, fram á rauða nótt. Það er alveg ótrúlegt hvað er haldið vel utan um skiptinemana hérna og passað upp á að þeir komist vel inn í skólalífið.

Halla kom í heimsókn til mín á fimmtudaginn og ég hef verið á fullu að sýna henni borg, sem ég þekki varla sjálf, en læri betur á í hvert sinn sem ég týnist.

Erum í kósí stemmara með DVD og nammi gersamlega búnar að labba af okkur rassinn í þessari blessaðri borg og upp þessa geggjuðu stiga.


4 Comments:

 • Alltaf gaman að fá fréttir frá Köbenhavn!! Vertu dúleg að hendi inn sögum :-) Væri ekkert smá til í að vera þarna líka! Skemmtu þér vel í kvöld!

  kv.

  erladögg

  By Anonymous Nafnlaus, at janúar 29, 2005 12:16 e.h.  

 • ég ætla að vona að þú farir að rata svo við týnumst nú ekki næstu helgi:p góða skemmtun:)

  By Anonymous Nafnlaus, at janúar 30, 2005 7:46 e.h.  

 • Væri geðveikt til í að vera hjá ykkur múslos míos. Hvernig gengur að sofna annars?

  Kv.
  Bestla

  By Anonymous Nafnlaus, at janúar 31, 2005 10:20 e.h.  

 • Hae saeta min, thad er naumast aevintyri sem thu ert buin ad lenda i a stuttum tima thinum i Danaveldi. Hlakka til ad lesa fleiri frettir af ther, bid ad heilsa hinum HI stelpunum okkar.

  By Blogger Asta Gudrun, at janúar 31, 2005 10:23 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home