Jazney Glitter De la gell.com

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Seinheppni

Núna er maður orðinn einn aftur. Halla fór í gærmorgun og ég vaknaði með henni klukkan tæplega átta. Eftir að hún var farin strengdi ég mér þess heit að "reyna" að taka ávalt daginn hérna snemma svo ég nái að njóta dagsins eins og skyldi.....einnig svo ég sofni einhvern tíman á kvöldin.

Fór í smá leiðangur í gær... þurfti að fá CPR númer og ætlaði að finna mér hjól. Lagði af stað út úr húsi um hálf ellefu labbandi, að vanda. Ég komst á staðinn þar sem þessi CPR númer eru gefin og mér til mikillar skemmtunar var sneisafullt af fólki út úr dyrum. Þetta voru flest allt múslimar og afríkubúar, ekki að það sé slæmt ég bara stakk pínu í stúfa við liðið, þó orðin dökkhærð svo munurinn var ekki svo of mikill. Ég var númer 206 í röðinni en þegar ég kom var komið að númer 128. Ég sast niður og hlustaði á tónlist í þessari mannþröng og hitasvælu. Eftir rúma tvo tíma kom loksins að mér. Konan brosti þegar hún sá mig og sagði mér fallega að ég væri á vitlausum stað.

Greit.... sem betur fer hef ég ekkert betra við tímann minn að gera en að villast og fara á vitlausa staði....

Klukkan var þarna orðin eitt og ég hefði ekki náð fótgangandi á hinn staðinn fyrir lokun. Ég hélt því för minni áfram og byrjaði að leita að búðum sem selja notuð hjól.

Ótrúlegt þegar maður spyr hjólasalana um verð þá er alltaf svarið svona".....hummm...þetta hjól... hummmm það kostar... láttu mig sjá".... og svo horfa þeir á mig.. og segja verð sem er í öllum tilfellum of hátt fyrir þá druslu sem þeir eru að bjóða mér. Maður fær á tilfinninguna að það sé misjafnt verð fyrir misjafnt fólk... fín föt, túristi, stelpa... og verðið er hærra. Ég var orðin svo frusturatuð að í síðustu búðinni bauð einn maður mér fallegt kvenmannshjól fyrir 1200 dk og ég nánast féll fyrir því... bara því hjólið var fínt... án þess að hugsa um hversu dýrt það var.

Þannig leiðangur gærdagsins skilaði litlum árangri. Í dag ætla ég að gera nákvæmlega það sama en bara að fara á "vonandi" réttu staðina.

4 Comments:

 • æiæi jónína, nú áttir þú að vera online svo ég gæti sagt þér að þú þarft ekkert á þessu CPR-númeri að halda!

  Ég gerði nákvæmlega þetta sama fyrir áramót, þ.e fór niðrí ráðhúsið (eða hvað það var...), beið, fór inn og komst að því að ég þurfti að redda e-m pappírum. Seinna komst ég svo að því að þar sem ég er frá "norðurlöndunum" þá þurfti ég ekki þetta blessaða númer þar sem dvölin er ekki það löng.....Fékk bara e-ð sonna númer búið til niðrí CBS (sem var búið að gera fyrir....)! (og ég fékk skólaskírteini og allt saman...ekkert mál að taka prófin eða neitt...)

  Vona að þú sjáir þetta ekki allllttttooofff seint - ef svo verður þá get ég huggað þig við það að þú tapar samt engu í raun með því að fá þér danskt CPR-númer...nema bara með því ða gera það ekki sparar þú þér tíma og vesen!

  kv. erladögg

  By Anonymous Nafnlaus, at febrúar 01, 2005 12:00 e.h.  

 • Það er naumast vesenið á þessum hjólasöluköllum!!!
  geta þeir ekki bara selt þér þetta á ekki okurverði!! urrrg! verst að þú ert ekki ljóshærð lengur, það hefði getað hjálpað þér þarna:p

  Vona að þú þurfir ekkert að sitja í tveggja tíma röð aftur sæta mín;)

  hlakka til að hitta þig e nokkra daga:D

  lil'sys

  By Anonymous Nafnlaus, at febrúar 01, 2005 3:36 e.h.  

 • Næst þegar þú ferð í hjólabúðirnar þá skaltu bara vera í rifnum og skítugum fötum .. þá halda þeir að þú sért útigangskona og sárvorkenna þér og GEFA þér hjólið :)

  By Blogger Inga, at febrúar 01, 2005 6:50 e.h.  

 • svona er þetta jónína mín... að sjááálfsögðu eru hjólin svona dýr þarna! Svona eins og húfur eru sennilega dýrari hér en á Portúgal... sko já framboð og eftirspurn, ert þú ekki að læra ekkvað solleis? ;)

  By Blogger Áslaug Einarsdóttir, at febrúar 01, 2005 11:58 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home