Jazney Glitter De la gell.com

mánudagur, febrúar 07, 2005

Tónleikar

Ég fór með Sóleyju og Elfu á tónleika með Eivöru Pálsdóttur í Loppen í Christianiu í gærkvöldi. Tónleikarnir voru hrein og bein snilld. Við komum inn í salinn og allir fengu stóla og borð og á þeim var kerti. Stemmingin var rosa kósí og svo kom Eivör upp á svið í skósíðri peysu og á tásunum og röddin sem manneskjan er með er yfirnáttúruleg, vá hvað var magnað að horfa á hana. Skemmti mér alveg konunglega.

Sóley er að fara til Elfu í dag og Jóhanna, Halldór og Rúna koma til mín seinnipartinn í heimsókn að skoða hjá mér.

Við Sóley erum að fara niður í bæ að kíkja á kjóla.... Endilega farið inn á myndasíðuna bráðlega, er að fara að henda inn nokkrum myndum af pleisinu.




1 Comments:

  • kjóla kjóla kjóla... spennó. Bið að heilsa kallinum mínum ef þú rekst á hann.
    venlig hilsen... áó

    By Anonymous Nafnlaus, at febrúar 07, 2005 7:48 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home