Jazney Glitter De la gell.com

sunnudagur, mars 20, 2005

Undur og stórmerki

Haldið þið ekki bara að hún Jónína Ykkar hafi farið út að skokka í dag.... Ótrúlegt en satt, og hafði bara gaman af.

Þegar ég var alveg að mygla við skrifborðið mitt eftir miklar spekulersjónir varðandi þessi blessuðu verkefni... Þá tók ég upp á þeirri vitleysu, að mér fyrst fannst, að fara út að skokka. Það er alveg afskaplega fallegur garður hérna rétt hjá húsinu mínu, og ég hef aldrei farið í hann. Þannig ég hoppaði í létt föt og smellti á mig íþróttaskónum og skokkaði af stað með tónlist í eyrunum, maður er náttúrulega í svo lélegu formi að maður eiginlega tekur eitt skref áfram og tvö afturábak. Hvað sem því nemur þá komst ég í garðinn og skokkaði þar í gegn.

Labbaði samt líka smá... því annan eins garð hef ég aldrei séð. Þetta er magnaður garður.... alveg ofsalega fallegur og risastór. Garðurinn var fullur af trjám, fallegum lækjum, svönum, dúfum og í honum miðjum var stór kastali. Það var eiginlega alveg ótrúlega gott að komast aðeina út úr stórborginni og finnast maður vera úti í náttúrunni þó svo að ég var stödd í miðri Kaupmannahöfn.

Ég sá hóp af fólki standa í kringum risastórt skrautlegt tré. Ég hélt að þetta væri einhver svona páskaundirbúningur en þegar ég kom nær tók ég eftir því að tréð var fullt af barna snuddum. Tréð var semsagt skreytt barnasnuddum sem voru flestar í poka með bréfi með. Þetta var alveg magnað.

Semsagt skokkaði samt fullt þó svo að ég var á fullu að dást að öllu... Kom svo heim og gerði æfingar og teijur... ótrúlegt en satt... trúi þessu ekki upp á mig, einveran í Kaupmannahöfn er greinilega ekki að gera mér gott... !!!

p.s. Partíið fór mjög vel fram og var frekar rólegt, sem betur fer!

5 Comments:

  • Dugnaður í minni!!! Halda svona áfram.. einveran er greinilega að gera góða hluti!! Ég er einmitt líka að gera verkefni núna sem er pain!! og þessi verkefni hafa svona áhrif á mann!! fór nebbla út að hjóla í kvöld... og úff.. ekkert form! þú hleypur og ég hjóla og komum svo í kapp þegar þú kemur heim og ath hvor er í betra formi :p
    lil'sys

    By Anonymous Nafnlaus, at mars 20, 2005 10:51 e.h.  

  • en hvad tu ert dugleg :)

    By Anonymous Nafnlaus, at mars 21, 2005 8:30 f.h.  

  • vó. flott hjá þér.

    áó

    By Anonymous Nafnlaus, at mars 21, 2005 11:48 f.h.  

  • Vóhó bara jafn dugleg og ég :) Var eimmitt að skokka í dalnum og það er svo gaman að grobba sig á því ;) Híhí

    By Anonymous Nafnlaus, at mars 21, 2005 4:26 e.h.  

  • Rosalega ertu dugleg stelpa!
    Svona garða vantar alveg hér heima!
    Vondandi er allt í himnalagi hjá þér mín kæra!
    Bestu kveðjur til köben
    Margrét Hildur

    By Anonymous Nafnlaus, at mars 22, 2005 9:40 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home