Jazney Glitter De la gell.com

mánudagur, febrúar 28, 2005

Upptekin skvísa

Jæja spurning um að láta í sér heyra áður en þið haldið að ég sé hætt að blogga. Ég skemmti mér alveg konunglega hérna í Kaupmannahöfn. Skólinn er farinn að þyngjast og um að gera að reyna að fara að leggja aðeins á sig svo hlutirnir fari nú vel á endanum.

Siggi er að koma í heimsókn til mín á fimmtudaginn og ég get vart beðið. Er að reyna að skipuleggja allt sem þarf að gera áður en hann kemur sem og kaupa handa kauða afmælisgjöf.

Veðrið hérna breytist lítið, snjóaði heilan helling í dag, ég labbaði niður á Strik til að lítast aðeins um, eftir að hafa sofið yfir mig í morgun og fór því ekkert í skólann í dag. Ekki að skólinn sé mikið að trufla mig, ég er í tíma klukkan átta á mánudags og föstudagsmorgnum og svo er ég í hádeginu á þriðjudögum. Búin með fyrirlestrana í einu námskeiði og svo kemur síðasta námskeiðið inn eftir páska. Það er meira verið að leggja upp úr því að maður lærir sjálfur heima hjá sér...... skilst mér.......

En allavega endalaust mikið að gera hjá mér... ég hef þann hæfileika að finna mér alltaf eitthvað að gera þó svo að ég sé ekki með neitt að gera.... rosa fínt... mér leiðist þá ekki á meðan

Ætla nú að halda áfram að lesa Engla og djöfla svo Siggi geti tekið hana með sér heim og létt á ferðatöskunni minni.

2 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home