Jazney Glitter De la gell.com

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Jótland

Fór á Jótland um helgina, tók lestina seinnipartinn á föstudaginn og Anna, dönsk vinkona mín frá Ástralíu, tók á móti mér þremur klukkutímum síðar á brautarpallinum í Árhúsum. Hún var í þessu rokkna stuði, það var víst búið að vera hátíð í skólanum hennar frá því um morguninn, því kom ekkert annað til greina en að skella sér beint í partí.... Ég eins mikil prinsipp manneskja og ég er fannst það nú ekkert allt of góð hugmynd... vildi nú allavega fá að skila töskunni minni heim til hennar.... En Danir eru sko ekkert að stressa sig yfir hlutunum.... og ég endaði því á djamminu með fullan bakpoka af fötum á bakinu. Þetta var bara gífurleg stemming og ég var frekar sátt með hve vel gekk að brjóta upp prinsippin mín.

Á laugardagsmorgninum, eftir vægt sagt lítinn svefn, var farið í lestina og ferðinni heitið til Silkiborgar, þar beið bróðir Önnu og tók okkur á vesturströndina, nánar tilgetið Trans. Það sem kom mér á óvart þegar við keyrðum þvert yfir Jótland var að við keyrðum nánast allan tímann yfir umferðarljós og hringtorg... Við fórum aldrei "út úr bænum" ótrúlegt hvað Danir eru búnir að byggja þétt...

Trans er lítið sjáfarþorp og þar á fjölskyldan hennar sumarhús sem stendur við sjóinn. Gaflinn á sumarhúsinu var allur úr gluggum sem vísuðu yfir sjóinn. Þetta var rosalega flott hús með púlborði og hátæknilegri sturtu, sem hægt var með innbyggðu útvarpi, gufubaði sem og nuddtæki, fyrir fætur, bak og höfuð. Fjölskyldan hennar eins og fjölskyldur vilja oft vera kammó... keyptu náttúrulega síld og rúgbrauð til að hafa í hádegismat fyrir Íslendinginn sem og mjög einkennilegt íslenskt brennivín. Ég fölnaði þegar ég sá þetta en vildin náttúrlega ekki láta grípa mig í bólinu, því litla prinsessan borðar hvorki rúgbrauð né síld, hvað þá drekkur brennivín.... Ég þrýsti tungunni upp í góm og borðaði bæði síld og rúgbrauð á laugardaginn.... get nú ekki sagt samt að ég ætli að leggja þetta upp í vana minn.

Daginn eftir fór ég með Önnu og systkinum hennar heim til foreldra þeirra í Vejle. Þau eru svínabændur með rosalega stóra útgerð. Við fengum þar rosalega flotta grísasteik og höfðum það notalegt.....þar til mamma hennar sagðist hafa þekkt þennan grís sem við vorum að borða persónulega... ha sagði ég?? þá fór hún að lýsa því þegar þetta svín sem við vorum að borða fæddist... því það vantaði á það afturfætunar.... ég alveg fölnaði og kúgaðist.... og hún hélt áfram að lýsa því í uppvextinum og hvernig það fitnaði og varð svo góður vinur hennar.... því miður talaði hún á ensku svo ég gat ekki þóst ekki skilja hana.... og svo endaði þetta með því að hún drap grísinn sjálf því sláturhúsið vildi hann ekki.... og svo brosti hún.... og sagðist að við værum að borða hann núna. Ég vissi ekki hvað á mig stóð veðrið en ég reyndi að láta þau ekki taka eftir því.... þorði ekki að leyfa en skar fituna gróflega af þannig helmingurinn af kjötinu var á henni.... Ég brosti og reynd að telja upp í tíu.....

Fór heim um kvöldið með lestinni og var komin heim til mín eftir miðnætti....

6 Comments:

  • Ja, stundum er betra ad vita ekki hvad maturinn sem madur bordar, heitir. :-/
    Tetta hefur samt sem adur verid skemmtileg ferd hja ter.

    By Anonymous Nafnlaus, at febrúar 22, 2005 11:01 f.h.  

  • Þetta hefur greinilega verið skemmtileg upplifun :) fyrir hana jóninu mína ;)

    kv Halla

    By Anonymous Nafnlaus, at febrúar 22, 2005 11:32 f.h.  

  • það er meiranið! já sammála sigríði um að maður vill ekki þekkja það sem er á disknum og heldur ekki vita upvaxstar skeið þess í smáatriðum!!!
    Bóbó var nú góður grís!

    By Anonymous Nafnlaus, at febrúar 22, 2005 3:36 e.h.  

  • Hæbb, ég er greinilega ekki að fylgjast nógu vel með, ætlaði nefnilega að draga þig með okkur á skíði í Bláfjöllum um helgina ;)
    Þetta er skemmtilegt blögg hjá þér, ég er samt ekki alveg búinn að lesa nóg til að vita hvað þú ert að gera í Danmörku ;)
    Þú mátt endilega senda mér póst eða eitthvað ef þú nennir, það væri gaman að vita hvað er að frétta af aðal-fegurðardrottningunni :)
    Kv.
    Gúzti
    agust01@ru.is

    By Anonymous Nafnlaus, at febrúar 22, 2005 6:47 e.h.  

  • svín og síld. Spennandi.

    væri alveg til í síld núna.

    áó..

    By Anonymous Nafnlaus, at febrúar 22, 2005 9:24 e.h.  

  • Vá hvað ég er ánægð með þig elskan mín! þessi Anna og family er greinilega alveg að hrissta upp í þér:) gott mál!
    Knús mín mús
    Kv Margrét Hildur

    By Anonymous Nafnlaus, at febrúar 23, 2005 1:51 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home