Jazney Glitter De la gell.com

þriðjudagur, september 30, 2003

Sumar 2003

Jæja ætli maður fari nú ekki að virkja þessa bloggsíðu sína aftur. Málið var að ég komst ekkert á netið í sumar og því skrifaði ég ekkert inn á bloggið mitt. Búnaðarbankinn leyfir nefnilega ekki starfsfólki sínu að hafa nema takmarkaðan aðgang að internetinu og sá aðgangur takmarkast við að skrifa inn á bloggið sitt. Skil ekkert í þessu fólki að leyfa ekki starfsfólki sínu að vinna að persónulegum málefnum, finnst þetta eiginlega bara frekja.

En sumarið var ljúft Búnaðarbankinn og Brim fengu að njóta samvistar við mig þetta sumarið og einnig hestarnir. Annars gerist það eins og gerist öll sumur að maður bara missir hálfpartinn sambandið við alla í kringum sig. Svo rifjar maður nú upp kynnin um leið og skólinn byrjar. Sibba litla sæta sem er núna stödd í London og hennar er sárt saknað af nemendum Háskólans í Reykjavík, var dugleg við að halda Las Chikas saman með ferðum á austurströndina og party haldi.

Skrapp til Danmörku með kallinum í tvær vikur í lok sumarsins, náði að klára alla þá fáu peninga sem ég náði að vinna mér inn í sumar. Ekki var slakað mikið á í fríinu því keyrðir voru 2500 kílómetrar á Audi A4 bíl sem við legðum. Keyrt var til Þýskalands í heimsókn til vinafólks Sigga. Þegar við komumst loks á áfangastað í suður Þýskalandi þá bárumst okkur þær skelfilegu fréttir að dauðsfall var á heimilinu 15 mínútum áður en við komum. Við dvöldumst þar í 2 daga meira af þeirra vilja en okkar, því ekki fannst okkur þetta vera beint aðstæðurnar sem við vildum dveljast í meðan á fríinu okkar stóð. Þegar komið var síðan aftur til Danmörku til frændfólks Sigga bárust þær fréttir frá Íslandi að dauðsfall hefði verið í minni fjölskyldu. Er þetta hægt, tvö dauðsföll á 5 dögum. Ég hélt að ég yrði ekki eldri.

Þegar ferðinni var svo haldið til kóngsins Köben og við Siggi ákváðum að dveljast á hóteli eina nótt og njóta okkar. Þá vildi ekki betur til en við tókum óvart ógeðslegasta hótel sem fyrirfinnst. Ég er alveg viss um að þetta var fyrrverandi hóruhús sem núna dópistarnir leigja til þess að ná vímu. Alveg viss, herbergið var óþrifið þegar við komum og þegar loksins búið var að þrífa það kom í ljós viðbjóðslegir blettir út um allt, þykkt lag af ryki, myglað teppi á gólfinu og endalaus viðbjóður. Við hrökkluðumst þaðan morguninn eftir, með hausverk eftir að hafa drukkið í okkur kjark til að þora að sofna í þessu skítabúllu. Við komumst heil heim og við Siggi ákváðum að við þurftum að taka okkur frí eftir fríið.

Annars er skólinn bara byrjaður og allt með kyrrum kjörum. Ég ekki byrjuð að læra og stefni í skítinn eina ferðina enn. En þetta reddast ekki satt???