Alvaran tekin við
Nú er gestagangurinn yfirstaðinn... því miður. Þetta er búið að vera alveg frábært að hafa svona marga í heimsókn, en ætli það sé ekki komin tími til að horfast í augu við einmannaleikann....
Teingdaforeldrar mínir eru búnir að vera hérna hjá mér ásamt Rúnu litlu og það var alveg æðislegt að hafa þau. Við Jóhanna fórum á Strikið meðan Halldór og Rúna fóru í dýragarðinn og svo var farið út að borða og haft það gott. Rúna gisti hjá mér en Jóhanna og Halldór voru á hóteli sem er beint á móti húsinu mínu. Lil sys var hérna á undan þeim og náðum við einnig að bralla margt saman og skemmta okkur all svaðalega.
En núna er ekki von á neinum fyrr en í byrjun mars því þá kemur hann Siggi minn. Þegar ég var búin að kveðja Jóhönnu, Rúnu og Halldór fékk ég svona sting í hjartað... búin að hafa einhvern hjá mér nánast frá því að ég kom hingað og allt í einu var gamanið búið. Frekar leið yfir því að ana í svona vitleysu ein.... fara svona ein til útlanda, í svona langan tíma... það hljómar rosa vel þegar maður er ennþá á Íslandi en þegar á hólminn er komið þá er þetta drulluerfitt.... En þegar ég var orðin föst í sjálfsvorkunninni hringdi bjargvætturinn minn.... Haldið þið að Kristján hafi ekki verið í Köben og hann bauð mér út að borða í gærkvöldi ásamt vinnufélögum sínum.
Við fórum út að borða á Mexikanskan matsölustað sem var hrein og bein snilld. Maður sat í grashúsi með blómum og borðaði af hringborði sem snérist, en það var með áfasta bjórdælu... Þessi staður var snilld og við skemmtum okkur konunglega. Eftir matinn var ferðinni haldið á Karókí bar og slegið á létta strengi :)
Langt síðan ég hef skemmt mér svona vel.... Takk fyrir mig
2 Comments:
já takk fyrir beina útsendingu af Unbreak my heart.... held samt að Braxton hafi vinningin,,
nú tekur bara alvaran við og ekki gleyma að tala dönsku við dani. Det er så dejligt.
Venlig hilsen...
By Nafnlaus, at febrúar 10, 2005 11:24 e.h.
heelllooo skvisipae :) Langadi bara ad skilja eftir sma kvedju a thig! er ad lesa tveggja vikna skammt af bloggi... kossar og knus og bid ad heilsa dejlige Kobenhavn
By Áslaug Einarsdóttir, at febrúar 11, 2005 4:32 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home