Fall er fararheill
Þegar ég steig út af flugvellinum stóð Buddyið mitt með spjald í hendinni þar sem nafnið mitt stóð. Góðleg listaspírutýpa í rauðum jakka, röndóttan trefil með hálfaflitað hár og rót. Við tókum lestina og strætó til þess að komast á nýja heimilið mitt. Mér leist nú ekki á blikuna þegar ég stóð frammi fyrir fjöldann allan af stigum upp á efstu hæð þar sem herbergið mitt er..... á fimmtu hæð. Á morgun ætla ég að telja tröppurnar sem ég þurfti að bögglast upp með ALLAN farangurinn.... fór strax að sakna hans Sigga míns.
Þegar á efstu hæðina var komið eftir blóð, svita og tár við að bögglast upp tröppurnar opnaði ég herbergið mitt sem er flennistórt rími einungis með einu mjög litlu rúmi, smá borði og stól. Rimlagardínan var í klessu á gólfinu, veggirnir allir með brúnum slettum og gólfið þakið í mold. Really cosy.....
Þannig ég kvaddi buddyinn minn og fór að þrífa. Ég ryksugaði gólfið mitt og skúraði það og þreif sletturnar af veggjunum. Þegar það var búið gekk ég fram með ryksuguna í höndunum til þess að skila henni á sinn stað. Þegar ég gekk út skelltist herbergishurðin á eftir mér og ég stóð lyklalaus frammi á gangi á 5. hæð með ekkert nema ryksugu. Nú voru góð ráð dýr og ég vissi ekki hvað á mig stóð veðrið.
Eftir að hafa legið á dyrabjöllunni inn í íbúðina mína (þar sem fleiri búa en ég) kom loksins spænsk stelpa til dyra og ég fór nánast að gráta því ég var svo fegin að sjá hana. Hún leifði mér að hringja en hvert átti ég að hringja ég var númeralaus og símalaus og peningalaus og allslaus. Ég sá að hún var með fartölvu og Thank God for MSN komst online og náði í Guðrúnu frænku hans Sigga í gegnum það, hún býr í Köben með börnunum sínum og á bíl. Hún lofaði mér að koma í einum grænum að aðstoða mig við það að redda aukalykli hjá skólanum.....en var hann opinn.... það var laugardagur....
Þegar ég kvaddi greyið spænsku stelpuna sem nota bene vissi ekki hvaða frík þetta var sem ruddist inn á hana, spurði hún mig hvort ég þekkti ekki Erlu. Hún sagðist að Erla Dögg hafi verið búin að segja sér að vinkona sín frá Íslandi væri að koma og í þetta sinn bjargaði þessi Spænski engill lífi mínu.
Þegar Guðrún kom brotnaði ég gersamlega niður, bæði vegna þess að ég var svo fegin að sjá hana og vegna þess að ég vissi ekkert hvernig ég ætti að komast inn í herbergið mitt þar sem allt dótið mitt var. En til að gera langa sögu stutta þá reddaði ég á endanum lykli til þess að opna herbergið mér til mikillar ánægju og gisti svo hjá Guðrúnu verndarenglinum mínum um nóttina hékk með henni í dag og verð aftur hjá henni í nótt.....
Þvílíku ævintýrin..... greinilegt að ég á margt eftir ólært í því að standa á eigin fótum.
8 Comments:
Hehe....algjör snilld! en ég er samt ekki alveg að kveikja...spnæsk?? ég vissi að Victoria frá Frakklandi og Tommie frá Svíþjóð myndu búa á sama stað og þú....hvað heitir stelpan sem þú hittir?? verður að komast að því ;) Fylgist með þér!
kv.
erladögg
By Nafnlaus, at janúar 23, 2005 7:17 e.h.
Já það er einmitt hún, ég hef bara ekki alveg hlustað vegna tilfinningabilunar þegar ég hitti hana. Hún er víst frá Frakklandi.
Takk Erla
By Jazney Glitter, at janúar 23, 2005 8:05 e.h.
æ krúttið mitt leiðinlegt að heyra hvernig þetta byrjaði, en gott að guðrún kom til bjargar:)
En núna tekur bara við skemmtun og fjör;)
kv Hulda
By Nafnlaus, at janúar 23, 2005 8:28 e.h.
Æ snúllan mín .. en það er satt sem þú segir "fall er fararheill" .. nú mun eitthvað frábært og rosalega skemmtilegt taka við! En hvar er Ósk?????
By Inga, at janúar 23, 2005 9:00 e.h.
ok....bið að heilsa stelpunni! :-) vertu svo áfram duleg að post-a inn! - þetta er svo skemmmttttóóóó og spennóóóó!!! :-)
By Nafnlaus, at janúar 23, 2005 9:16 e.h.
það er naumast... en mundu... nú fer allt það skemmtilega að byrja!!:D
lil´sys
By Nafnlaus, at janúar 23, 2005 11:25 e.h.
tíhí... alveg er þetta týpískt! Gott að heyra að allt hafi reddast vel, svo gott að eiga góða að ;) Hafðu það alveg ofsalega gott Jónína mín og reyndu að njóta þess út í ystu æsar að vera þarna úti, ég er ekkert smá abbó!! ;) Vertu svo dugleg að blogga.
Kossar&Knús frá Bestlu
By Nafnlaus, at janúar 24, 2005 9:32 f.h.
Bessuð elskan!
Leiðinlegt að heyra allt þetta vesen en þú lætur þetta ekki á þig fá:)
Hafðu það svakalega gott snúlla mín!
Ég öfunda þig ekkert smá að vera í kóngsins köben!
Kossar og knús mín mús
Bestu kv. Margrét Hildur
By Nafnlaus, at janúar 24, 2005 4:29 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home