Hjartað pumpar hraðar
Nú þegar það eru 21 klukkutími í fyrsta prófið mitt í Háskóla Íslands get ég ekki sagt annað en að hjartað sé farið að taka all fleiri slög, ekki það að ég sé svo stressuð heldur er er þetta hefð að vera á tánum fyrir próf og segja við sjálfan sig að maður sé nú í djúpum skít....
Ljúft verður það á fimmtudaginn næsta....
Svo beið mín all mikill glaðningur heima í gær. Mér til mikillar undrunar var bréf til mín á kommóðunni þegar ég kom heim í gærkvöldi eftir maraþon lærdóm einn daginn enn. Bréfið var ekki svona venjulegt "reikninga" bréf heldur stórt A4 umslag sem kom mér mikið á óvart. Ég opnaði það kæruleysislega meðan ég var að fylgjast með endursýningum á skjá einum, með annað augað límt á skjánum las ég í kæruleysi innihald bréfsins.
Þar stóð...mér til mikillar undrunar.... Okkur er sönn ánægja að tilkynna þér að þú hefur hlotið styrk frá okkur til að stunda nám í Kaupmannahöfn vor 2005. Ég svelgdist á munnvatninu og tók andköfum. Á öllu öðru átti ég nú frekar von á en því að fá styrkinn... ég sótti um hann 3 mánuðum of seint í kæruleysi, fattaði ekki að ég væri orðin of sein fyrr en ég var búin að skila. En viti menn... allt getur nú gerst.
Yndislegt hvað kallin lifir lengi á hamingjunni um að Liverpool vann...
Hjartað hefur því margar ástæður fyrir öllum aukaslögunum....
5 Comments:
hæ hæ jónína snildar síða :)
By Nafnlaus, at desember 10, 2004 3:41 e.h.
hæ hæ flott síða
By Nafnlaus, at desember 10, 2004 3:42 e.h.
Endilega setjið nafnið ykkar við það sem þið kommentið Kv Jónína
By Nafnlaus, at desember 10, 2004 5:05 e.h.
Hæhæ Jónína mín!
Til hamingju með styrkinn!
Guðrún
By NikkieNipple, at desember 11, 2004 12:40 e.h.
Frábært hjá þér að fá styrk! Innilega til hamingju skvísa! Hlakka svo til að hitta ykkur í Köben í febrúar!!
By Inga, at desember 11, 2004 8:22 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home