Jazney Glitter De la gell.com

laugardagur, desember 11, 2004

Próf; taka 1

Rannsóknarefni dagsins: Komast að því hvernig er að taka próf í HÍ

Átti að mæta í aðferðafræðipróf eftir hádegi í dag. Só sys hin mikli snillingur, fór að læra og skildi bílinn eftir heima svo ég gæti mætt í prófið á honum. Mér til mikillar skelfingar, rétt áður en ég labbaði út úr dyrunum, sá ég að það voru engir lyklar heima. Bjallaði í litla varginn en hún hafði "óvart" sett þá í töskuna sína og ekki nóg með það þá voru varalyklarnir læstir inn í hanskahólfinu á bílnum...

(hún misskilur þetta eitthvað, heldur að það til að komast í gegnum klásusinn þurfa ALLIR í HÍ að fá lægri einkunn en hún.... þessi oflærdómur er greinilega ekki að gera mikið gott fyrir hana!!!)

Á endanum komst ég í prófið móð, sveitt og skjálfandi úr stressi yfir því að verða nánast of sein.

Prófið gekk og niðurstöður dagsins eru þær að það er ekkert öðruvísi að taka próf í HÍ!

Þrái ekkert heitar en að setja upp jólaskraut og lesa skemmtilega bók langt frá stressi og kvöðum skólans, einbeitingin er því ekki alveg þar sem hún á að vera.

1 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home