Jazney Glitter De la gell.com

laugardagur, febrúar 12, 2005

Ófærð

Fór á sýningu í dag með Íslenska hestinum. Guðrún, Klara og Daníel sóttu mig stuttu eftir hádegi.

Frekar fyndið... Guðrún lagði upp á kannt meðan við leituðum á korti hvar sýningin átti að vera... svo skelltu krakkarnir uppúr í aftursætinu... þá vorum við allt í einu inn í miðri blysreið sem var á leið í hallargarðinn, og hestar allt í kringum okkur, frekar fyndin tilviljun. Einkennilegt samt að sjá hesta inn í stórborg... horfa á Íslenska hestinn stoppa á rauðu gangbrautarljósi... og fara svo yfir á grænum kalli... svona hálf ónáttúrulegt.

Blysreiðin var frekar sorgleg, fyrst kom hópur hestamanna og gangandi fólk með kyndla, um hábjartan dag, svo stuttu seinna kom einn og einn yfir gangbrautina langt fyrir aftan... svo sá maður kyndlafólk vera að snúast um sjálfan sig, leitandi að stóðinu og vissi ekkert hvert það var að fara... eða í einu orði sagt var þetta frekar misheppnað... ekki skánaði þetta í hallargarðinum því þar var enginn áhorfandi nema við, kannski sem betur fer því það var einungis einn hestur þarna á gangi... hinir voru allir á einhverri gangleysu.... frekar sorglegt... en þetta voru danskir áhugamenn um íslenska hestinn, og ekki stakur maður sem talaði Íslensku þarna. Svo fórum við á sýninguna sjálfa en komumst fljótt að því að við höfðum ekkert að gera þar því einungis var verið að reyna að plata fólk til að kaupa hestaferðir á Íslandi.

Búið að snjóa heilan helling hérna í dag... Ekkert mikið, mikið, en það er svona 2 sentimetra snjór á götum borgarinnar. Danir taka nú lífinu ekkert alltaf með ró, því þeir lýstu yfir í fréttatímanum áðan að það væri ófærð og fólk ætti að halda sig innandyra... þvílíkt og annað eins stress....við Guðrún sprungum úr hlátri yfir þessari fréttatilkynningu.

Annars er ég og Klara búnar að hafa kósí kvöld, er að passa fyrir Guðrúnu. Byrjuðum á því að elda pitsu og svo svæfðum gríslingana og hökkuðum svo í okkur nammi og kók yfir bíómynd.

3 Comments:

 • gaman ad heyra ad tid hafid tad gott.
  Skemmtilegt ad sja islenska hestinn i utløndum.
  Gangi ter vel i skolanum i vikunni.

  By Anonymous Nafnlaus, at febrúar 13, 2005 11:55 f.h.  

 • ja gaman að þessu :) alltaf gott að taka kvöld í það að hakka í sig nammig og hafa það gott :)
  kv Halla

  By Anonymous Nafnlaus, at febrúar 13, 2005 1:24 e.h.  

 • hestar hér hestar þar,,hestar þeir eru allstaðar...
  kveðja úr Kópó.

  By Anonymous Nafnlaus, at febrúar 14, 2005 3:32 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home