Jazney Glitter De la gell.com

mánudagur, desember 20, 2004

Kringlan að springa

Kringlan er orðin rafmögnuð tímasprengja sem telur á ógnarhraða niður síðustu mínúturnar sem verslanir eru opnar. Múgur og margmenni ryðjast áfram eftir göngunum í þeirri von um að eyða meiri pening í neyslu og gjafir því ekki er hægt að festa svefn að kveldi fyrr en yfirdrátturinn er kominn í botn. Þvílíka kaupæðið fyrir þessi jól eins og kannski mátti búast við eftir að flestir Íslendingar hafa endurfjármagnað lánin sín plús smá viðbót fyrir sjálfan sig í neyslu.

Hvar endar þetta...og ennþá eru fjórir dagar til jóla og ég ekki byrjuð að kaupa.

En Siggi er búin í prófunum... jibbííjeiiiii

1 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home