Jazney Glitter De la gell.com

miðvikudagur, desember 08, 2004

Þjóðarbókhlaðan í ham

Rafmagnsmettað andrúmsloftið á Þjóðarbókhlöðunni er ekki uppáhaldið mitt þessa stundina....Í kapp við klukkuna safnast saman fjöldi fólks rétt rúmlega átta sem skríður undir hurðina um leið og hliðið opnast.... í þeirri einu von um að ná sætinu "sínu" aftur þennan daginn.... á meðan maður horfir á hugraða úlfana spretta upp stigann á Þjóðarbókhlöðunni í von um að vera fyrstir, gerist það ósjálfrátt að þú hrífst með straumnum og ferð að labba hraðar.... þó svo að það skipti engu máli hvaða sæti maður fær, svo lengi maður fær borð. En samt byrjar maður að hlaupa til að vera í stíl við hina brengluðu, stressuðu og umframalt oflesnu samnemendur.

Svo kemur maður upp.... Eins og fyrri daginn er nóg af lausum borðum þó svo að maður var númer 56 upp tröppurnar....

Vonandi fer þessari fávitanlegu keppni um "aðal sætin" á þjóðarbókhlöðunni að ljúka.... áður en vissir aðilar hérna inni missa vitið og verða lagðir inn.

Vesta er að ég átta mig ekki á því að ég er ein þeirra ásamt litlu sys.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home