Jazney Glitter De la gell.com

mánudagur, febrúar 14, 2005

Líf hjólreiðamannsins

Jæja eftir að vera búin að taka út allsvaðalegt nammitímabil þá fór ég inn í eldhús og skar niður ávextina sem hún Jóhanna keypti handa mér... Þannig ég sit núna inn í herbergi og svolgra í mig fullri skál af skornum ávöxtum og þeir eru ótrúlega góðir.

Búið að snjóa heilan helling hérna í Danaveldi... samt ekkert mikið sem helst á jörðinni. Ég er samt sem áður búin að vera í togstreitu við sjálfan mig hvort ég ætti að hjóla í skólann í dag eður ei...því maður er náttúrlega ekki á negldum :) fyndið þetta líf að vera hjólreiðamaður.

Ég tók samt sem áður þá ákvörðun að fara á hjólinu í morgun, klæddi mig vel og fór í mögnuðu Ecco skóna mína, sem halda frá allri bleytu, tók með mér poka... því eins og þeir sem hafa ferðast um á hjóli eftir snjó eða rigningu vita, þá blotnar maður á rassinum ef maður setur ekki poka á hnakkinn, því hnakkurinn er eins og svampur.

Eftir að hafa skoppað niður allar tröppurnar 89 og út í bakgarð þar sem hjólið stendur, sá ég, mér til mikillar undrunar að hjólið var á kafi... einhver hafði verið að moka planið og sett allan snjóinn yfir hjólin. Þannig ég byrjaði á því að klöngrast yfir skaflinn til að komast að hjólinu og opna það... því næst fór ég niður á fjórar fætur til að blása í lásinn því það var náttúrlega allt frosið fast. Ég losaði hjólið og bakkaði því út úr skaflinum til þess að skafa allt snjófrostið af því. Síðan hélt ég af stað í slabbinu og drullunni í skólann.

Lærdómur dagsins.... Það þarf líka að fara fyrr út til þess að skafa hjól eins og bíla.... einnig tjaran og vibbinn sem er utaná skítugu bílunum spýtist beint á hjólreiðarmenn eins og hina bílana og því þurfa hjólreiðarmenn að þvo mun oftar fötin sín heldur en fólk sem fer einungis út til þess að fara inn í bílinn og útúr honum.

Æðislegt hvað lífið er yndislegt, alltaf að sýna manni sömu hlutina frá öðru sjónarhorni.

6 Comments:

 • hehheh,, ertu búin að kaupa þér hjólsköfu :))


  áó

  By Anonymous Nafnlaus, at febrúar 15, 2005 1:32 e.h.  

 • Rosalega gaman að lesa bloggið þitt !!!!
  Láttu þér líða vel Jónína mín.
  Kveðja Vigga.

  By Anonymous Nafnlaus, at febrúar 16, 2005 10:49 f.h.  

 • hehe mikid ertu dugleg ad skella ther i hjolatur i ofaerdinni :) eg tharf endilega ad redda mer hjoli svo eg komist adeins hradar um en a minum tveim jafnfljotu!

  By Blogger Áslaug Einarsdóttir, at febrúar 16, 2005 3:57 e.h.  

 • Bara svona ad lata tig vita ad eg fylgist med ter min kaera!
  Gaman ad heyra ad allt gengur vel!
  Kossar og knus
  Din ven
  Margret Hildur:)

  By Anonymous Nafnlaus, at febrúar 19, 2005 2:23 f.h.  

 • hæ skvís.... sakna þín voða mikið alltaf gaman að lesa bloggið :) heyrðu verður endiilega að senda mér heima númerið þitt svo maður geti nú bjallað á þig við tækifæri... Kv Halla

  By Anonymous Nafnlaus, at febrúar 19, 2005 2:23 e.h.  

 • Alú! Vonandi hefuru það gott monsa mín, hvernig væri að láta mann vita hvernig gengur í skólanum? Hvernig eru dönsku gaurarnir? Eins gott að þú sést að hafa augun opin fyrir hana frænku þína hehe ;o)

  Sakna þín alveg ferlega, kossar og knús í bili.

  Kv.
  Bestla

  By Anonymous Nafnlaus, at febrúar 21, 2005 10:48 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home