Jazney Glitter De la gell.com

laugardagur, desember 18, 2004

Puð

Maður er svo einfaldur, heldur því fram að grasið sé ávalt grænna hinumegin við lækinn.

Búin að kvarta yfir því að sitja á rassgatinu og lesa, hef séð það í hyllingum að fara að vinna og ekki hafa áhyggjur af neinu. Svo mætir maður í geðveikina í Kringlunni á 12 tíma vaktir og þá áttar maður sig á að það er alveg jafn gott að sitja og læra.

Maðurinn er bara með þann feil í forritun heilans að vera alltaf óánægður með það sem hann hefur og girnast alltaf það sem hann hefur ekki. Einkennilegt hvað maður getur verið fatlaður.

Annars er í Brim um jólin ef eitthver vill kíkja í heimsókn.

1 Comments:

  • Já þetta er ekki sældarlíf þessi vinna!! Það leið næstum því yfir mig þegar ég fór í klukkutíma inn í Smáralind í gær og það voru sko ekki 12 tímar!
    Sendi þér alla mína strauma! :D
    Ég skal vera dugleg að koma í heimsókn, og kem svo með jólasteikina á aðfangadagskvöld....:p
    -sóley

    By Anonymous Nafnlaus, at desember 19, 2004 12:56 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home