Jazney Glitter De la gell.com

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Rússneskur kafbáta-Læknir

Var svo hrikalega óheppin í fyrradag að fá í hálsinn.... ekki hálsbólgu, heldur þegar ég var að klæða mig í bol, festist hálsliður með þvílíkum verki... Ég er því búin að vera frekar skrautleg og stíf, með lítinn nánast engann sveigjanleika til þess að líta til hægri né vinstri.

Fór því á stúfana og leitaði uppi heimilislæknirinn sem ég valdi mér á fyrstu vikunum hérna. Ég hringdi í hana til að reyna að fá tíma hjá "skvísunni" og hún hún bað mig um að koma í morgun.

Vaknaði því frekar snemma til að vera örugglega mætt vel snemma, vildi ekki styggja lækninn "minn" í fyrstu heimsókninni. Kom tíu mínútur fyrir tíu (tíminn minn var semsagt klukkan 10) og sast á biðstofuna. Þar sat ein stelpa á undan mér en annars var biðstofan tóm. Korter yfir tíu byrjaði biðstofan að fyllast af fólki, en ekkert bólaði á lækninum. Hálf ellefu haltrar stór kona og mikil um sig, með svart krullað hár í allar áttir. Hún sagði eitthvað á óútskýranlegu tungumáli og hvarf svo aftur.

Tíminn leið og rétt fyrir ellefu fer hún að kalla alla inn til sín og afgreiðir þá greinilega mjög hratt því þetta gekk eins og í sögu.... allt nema það að allir fengu að fara inn nema ég. Á endanum spyr ég hana hvort hún væri ekki meðvituð um það að ég væri hérna og að ég hefði átt tíma klukkan tíu. Hún lítur á mig frekar hvöss og segir JÚ. Svo hélt hún áfram að hleypa inn fólki sem var að koma inn þrátt fyrir að ég hefði komið inn klukkan tíu og langt á undan flest öllum. Á endanum eða klukkan tuttugu mínútur í tólf hreytir hún í mig að ég geti komið núna inn....

Ég labbaði inn á stofuna hjá henni og hún biður um lækniskortið mitt, en ég hef ekki heyrt svona mikinn rússnenskan hreim síðan ég horfði á rússnesku kafbátamyndirnar sumarið '76. Svo hreytir hún í mig.... "Whats te prrrobbblem" og ég fer að segja henni hvað gerðist fyrir mig ...þá grípur hún fram í fyrir mér og segir hvöss..."so was te prrrrooobblem today" og ég segi hissa.... þetta sem ég var að segja þér frá, það er ástæðan fyrir að ég kom hingað. Hún skipar mér að fara út fötunum, og ég varð frekar hissa en læt nægja að fara úr bolnum. Hún labbar að mér og segir " I cant seee nohing" og ég segir hissa... nei það er vegna þess að verkurinn er inn í bakinu. Hún segist ekkert geta gert nema að láta mig fá verkjastillandi lyf en ég talaði hana svo inn á að láta mig fá uppáskrift til sjúkraþjálfara. Næst hendir hún blöðunum í mig og ég lít á þau og spyr hvernig verkjarlyf þetta er....(er nefnilega lítið fyrir að dópa mig upp).... Hún segir "pain killer" og ég segir hvernig "Pain killer" og hún segir "it kills pain" og ég lít hissa á hana og hún ýtir mér út og segir "good bye".

Ég fór hálf ringluð út af læknastofunni klukkan rétt að verða tólf búin að vera þar í tvo klukkutíma og ég vissi ekki alveg hvort ég ætti að hlægja eða gráta. Fór því beint til sjúkraþjálfarans. Ritarinn sem tók á móti mér var svo æðisleg að hún náði að troða mér í tíma strax. Fór því beint í tíma hjá fjallmyndarlegur gæja sem bað mig að fara úr og þuklaði svo allt bakið á mér.... :)

En til að gera langa sögu stutta... þá labbaði ég þar út og mér líður svo miklu, miklu betur, farin að geta hreyft hausinn og mesti verkurinn er farinn.

Og það einkennilegasta við þetta allt saman er það að maður þarf ekki að borga fyrir þetta í Danmörku, þó svo að ég sé ekki skattborgari, fannst það frekar óþæginlegt!!

En núna er ég semsagt að pakka niður og er á leið út í rútu, 8 klukkutíma ferðalag, er á leiðinni til Osló til að hitta Sigríði, Martein og Sólvöru og ætla að vera hjá þeim um helgina.

mánudagur, apríl 11, 2005

Högg og hlátur

Sólvör Litla á afmæli í dag... Hún er nú eiginlega hætt að vera lítil, því hún er sex ára í dag. Til hamingju með AfMæLiÐ sTuTTa....



Annars það sem er að frétta af mér er:

Verkefnatörnin búin.... Prófið búið.... Elka farin og núna bara tvö námskeið eftir!!

Frábært að losna undan þessari pressu frá skólanum þetta er alveg búið að vera ferlegt. En einhvernvegin samt fínt... heldur manni að verki og fær tíman gersamlega til þess að þjóta áfram.

Haldið þið ekki að hún Elka hafi komið og heimsótt mig um helgina. Við máluðu bæinn gersamlega rauðann ásamt Guðrúnu og Tinnu.

Við þrömmuðum Strikið fram og til baka og náðum að gleyma okkur aftur og aftur og aftur og aftur í H&M. Tókum Sæt Sín pakkann á föstudeginum og svifum um götur Kaupmannahafnar á hjólum því hún Valdís var svo ljúf og góð að lána okkur hjólið sitt. Fórum út á lífið og náðum að brenna bókstaflega öllum kaloríunum sem við höfum innbyrgt síðustu mánuði með trylltum stríðsdansi flestum til mikillar undrunar.

Tinna kom og var hjá okkur á laugardeginum. Við fórum ásamt Guðrúnu í Kristjaníu og skoðuðum okkur um og sátum úti í sólinni. Um kvöldið fórum við allar saman á Bakken sem er svona Tívolí í garði rétt fyrir utan miðbæinn. Til þess að gera langa sögu stutta... þá hlupum við fjórar, eins og tryllt smábörn á milli tækjanna í fjóra tíma.... streit... náðum að fara í flest öll þeirra tvisvar og enduðum í vatna rússíbana....

Talandi um Vatna rússíbana....í 1,5 stiga hita fórum við upp í Drumb-bát, ég, Guðrún og Elka.... Tinna var orðin frekar veik á þessum tímapunkti eftir aðeins of margar ferðir. Stelpurnar voru fljótar að panta öftustu sætin og ég druslaði mér þá fyrir framan.... í þeim ótta við að fá allt vatnið yfir mig. Jæja.... málið var að maður átti helst að vera fleiri fyrir framan heldur en fyrir aftan og því var afskaplega mikið pláss fyrir framan mig eða svona um einn metri. Við fórum niður rosalegan bratta og það heyrðist í Elku... þetta er allt í lagi Jónína....Ég held þér.... Næsta sem ég veit var það að við vorum á fleygiferð niður brekkuna og ég flaug fram fyrir mig og skallaði framhlutann á drumbar-bátnum og skaust svo aftur til baka... frekar vönkuð stundi ég upp... ætlaðir þú ekki að halda mér.... en ég skildi ekki hvað hún svaraði því hún hló svo mikið.... hehe... við semsagt settum báðar hendurnar fyrir höfuðið þegar við fórum ofaní vatnið til þess að fá ekki allt yfir okkur.... og slepptum takinu...því skaust ég fram fyrir mig, en hún sat fyrir aftan sætið mitt og því var hún föst.... við erum svo klárar, báðar tvær....við veinuðum úr hlátri allt kvöldið, allar fjórar enda var þetta ógeðslega gaman og ótrúlega mörg, mjög fyndin tæki....:)

Okkur var frekar kalt eftir þennan rússíbana en okkur var svo hent út úr garðinum stuttu seinna því það var verið að loka rétt eftir miðnætti....

Elka fór svo heim í gær.... alltaf jafn tómlegt þegar gestirnir yfirgefa mann... Það er svo gaman að vera túristi hérna með gestunum....

p.s. svo fékk ég að vita í síðustu viku, að ég er komin með vinnu í sumar. Er semsagt að fara að vinna í Markaðsdeild Landsbankans og byrja þar 23. maí. jibbíí jeiii

mánudagur, apríl 04, 2005

Skemmtun og hamingja

Jæja núna er brjálæðið hálfnað.

Búin að skila af mér tveim stórum verkefnum, halda tvær kynningar og skila litlu verkefni. Þetta allt á tveim virkum dögum.... þetta er náttúrlega ekki í lagi. Á morgun er fyrirlestur og svo lokapróf á miðvikudaginn..... Ég lifi fyrir fimmtudaginn.... mikið verður gott þegar þetta brjálæði verður búið....

Ég er búin að skemmta mér mikið við að skoða myndirnar hennar Eyglóar frá heimsókn hennar hingað, ef ykkur langar að skemmta ykkur með mér endilega kíkið á línkinn... en flest þessara mynda eru svona, had to be there-móment.

http://www.pbase.com/eyglo10/kben_og_lundur&page=1

Og ekki er Internetið ennþá komið í stand, alveg ótrúlegir þessir blessuðu viðgerðarmenn...... Þangað til að það fer einkvað fleira skemmtilegt að gerast í lífi mínu.....later!!

laugardagur, apríl 02, 2005

Brjálædingur

Nú er madur náttúrlega alveg búin ad missa vitid!!!

Er búin ad fara út ad skokka annan hvern dag nuna í rumar tvær vikur. Spurning hvort madur sé ekki bara ad bilast hérna... Fór kl 9 í morgun og hljóp öll sýkin fimm sem eru medfram Kaupmannahöfn eftir ad ég kom heim var mér sagt ad tau eru víst 6,9 kílometrar!!! Enda vard eg ADalegA treytt EFTIR ad ég frétti hvad tetta er langt.

Skil ekkert í mér... en samt sem ádur er vedrid hérna alveg yndisleggt, sól og hlítt, allt er náttúrulega rosalega flatt, fuglar, gód lykt og blóm út um allt... og tad er líka hægt ad skokka á svo mörgum stödum hérna.

Tannig tad er eiginlega bara rosalega gaman ad fara út ad skokka og komast adeins í burtu frá stórborgar-stressinu. Eina sem er, ég sakna bara Doppu minnar svo mikid tegar ég er svona dugleg vid ad hreyfa á mér rassgatid og anda ad mér fullt af lofti.

Burt séd frá tessu nýja áhugamáli mínu tá er ég núna komin upp í skóla ad læra! Nóg er ad gera, og mikid ad lesa. Tannig ég ætla ad drulla mér upp í lestraradstödurnar.

Góda helgi og njótid lífsins.....

P.s. Teir lögudu náttúrlega ekki netid tessir blessudu vidgerdarmenn... Tannig gott ad ég gerdi mér engar vonir.

föstudagur, apríl 01, 2005

Fullir vinnumenn

Nú detta mér allar daudar lýs ur höfdi.... lilSys er farin ad sakna mín... ég hélt ad tad myndi nú aldrei gerast. Ég sem geri ekkert annad en ad argast í henni daginn út og daginn inn. Hún er meira segja med alla Hestana fyrir sig tessa önnina, án tess ad ég skipti mér ad henni. Ætli ÉG sé ekki bara skemmtileg eftir allt saman!!!!!

Loksins eru komnar fréttir af tessari blessudu Internet bilun. Málid er, eins og lylSys sagdi réttilega i Kommentinu sínu, tá eru Danir ekkert ad stressa sig á hlutunum. Teir liggja i næsta gardi og drekka bjór vinnumennirnir sem eru ad gera vid hús númer 8. Teir áorkudu samt í sídustu viku ad klippa í sundur Símalínurnar og tad er ekki enntá búid ad gera vid tessi blessudu mistök teirra.... trátt fyrir ad ég er búin ad hringja á hverjum degi ótolinmód ad spyrja frétta. En tad á víst ad gera brádabyrgdavidgerd í dag, og taka svo allt í sundur í næstu viku og gera vid tetta almennilega, en tad gæti tekid nokkra daga. Ætla samt sem ádur ekki ad gera mér neinar vonir tvi hlutirnir gerast a mínus hrada í tessu blessada landi.

Skil samt ekki af hverju tad er verid ad fara eyda tíma og treki í ad gera brádabyrgdavidgerd fyrst, í stadin fyrir ad laga tetta ekki bara almennilega strax....

Annars er ég eina ferdina enn, eins og eflaust allir á Íslandi ad drukkna í skolaverkefnum. Var ad klára fyrirlestur núna, svo er einn á mánudaginn og annar á tridjudaginn. Vid eigum ad skila inn 25 bls verkefni á mánudaginn og svo er ég ad fara í 100% próf á midvikudaginn. Ég er samt sem betur fer ad sjá fyrir endan á tessu tvi ég verd búin í 2 áföngum af 4 í lok midvikudagsins.

Svo er ég ad fá heimsókn á fimmtudaginn..... liggaligga lái...