Jazney Glitter De la gell.com

þriðjudagur, maí 17, 2005

Síðustu metrarnir

Þið verðið að fyrirgefa en ég er á kafi í próflestri og verkefnavinnu.... og einna mest er ég á kafi í því að klára dvöl mína hérna í Danaveldi og njóta hverrar mínútu af henni. Ég er á heimför innan skamms og hef svo margt að gera að ég hef ekki fundið mér tíma til að setjast niður og skrifa hérna.

Innan skamms verð ég komin heim og þá verður lífið aftur eðlilegt, ég þarf að rífa mig út úr þeim munaði að vera ein í heiminum með engar skuldbindingar og ekkert er vænst af mér.

Ég lifi ekki eftir klukku hérna heldur eftir dimmu og birtu. Fer að sofa þegar það er dimmt, vakna þegar það er bjart og borða þegar ég er svöng..... Þetta líferni ættu allir að prufa, því líf án þess að vera bundin við armbandsúr og að vera sífellt undir pressu líðandi stundar er feiknarlega lærdómsríkt og gefandi. Kennir manni að slappa af og líða með tímanum, taka eftir þeim hlutum sem maður gefur sér aldrei tíma til þess að sjá og finna fyrir hlutum sem eru svo einstakir.

Þó svo að mér hafi hlotnað þessi forréttindi að stíga út úr lífi mínu og eyða 4 mánuðum í sjálfan mig... í félagskap míns sjálfs... (og ótrúlegt en satt þá er í bísna skemmtileg... hehehe þó þið eflaust trúið því ekki...) þá held ég að allir ættu að prufa þetta... þó svo að það sé ekki nema að fara á kaffihús eða á listasafn, EINN... bara með sjálfum sér og plana ekkert yfir daginn annað en að vera með sjálfum sér, skilja símann eftir heima. Þetta er ótrúlega erfitt, og maður er alltaf svo bundinn við það að það er ASNÓ að vera einn... en þegar þetta tekst þá uppgvötar maður ótrúlegustu hluti um sjálfan sig, sem styrkja mann í að byggja upp þá manneskju sem maður vill vera.

Semsagt Jónína er á leiðinni heim... sterkari og lærðari manneskja en hún var í gær... Eins og við reyndar öll... tökum lærdóm gærdagsins með okkur inn í nýjan dag og byggjum nýja þekkingu á því sem við kunnum. Með þessu móti getur maður byggt upp þekkingarmusteri sem maður getur lifað í. Það er mun betri leið heldur en að byggja hvern dag frá grunni og komast aldrei áfram í því að þroska sjálfan sig...

Sjáumst hress innan skamms.....

þriðjudagur, maí 03, 2005

Er NorMaL til?

Tíminn er svo ferlega óþægur, hann gersamlega rennur úr höndunum á manni eins og sápustykki. Ég er semsagt, síðan ég skrifaði síðast, búin að vera í óða önn að ná taki á þessum tíma, en því miður hefur mér gengið illa... hann gersamlega rennur frá manni, og allt í einu hefur maður ekki tíma til þess að blogga. Ótrúlegt!!

Fór til Noregs og skemmti mér alveg konunglega og svo var lært, farið til Svíþjóðar og verslað smá svona í þrönga fataskápana sem bíða mín heima. Líka vegna þess að mamma og pabbi komu í heimsókn og tóku heim frá mér 22 kíló og ég varð náttúrulega alveg ómöguleg að vera að koma heim 22. maí með hálf tóma ferðatösku.

Semsagt Mamma og Pabbi komu í heimsókn til mín og við skemmtum okkur ótrúlega vel, ég held bara að annaðhvort; á ég svona skemmtilega foreldra eða ég er að verða gömul og farin að finna mig betur í húmornum. Við semsagt tókum túristahringinn fram og til baka, misstum okkur í antik búðum og náðum að versla Mávastell fyrir marga bláa kalla. Svo var farið á pöbbin á hverju götuhorni og borðað úti í öll mál. Þetta var alveg yndislegt líf enda vorum við líka svo heppin með veður.

Eftir að þau kvöddu fékk ég heimsókn frá Önnu vinkonu minni sem býr á Jótlandi, við skemmtum okkur saman um helgina, og enn og aftur, stundum get ég komið sjálfri mér á óvart hvað ég er ógeðslega skemmtileg!! Bara ef einhverjir fleiri en ég myndu skilja húmorinn minn.

Sigríður og Sólvör koma til mín á fimmtudagsmorguninn og mér er farið að hlakka mikið til að fá síðustu gestina mína... en svo er bara próf og pakka.

Ég gerði ferlegt áðan, ég seldi HjóLiÐ mitt.... sem er ferlegt sjokk, flotta hjólið mitt sem ég er búin að strjúka og klappa á löngum einmanna vetrarkvöldum. Ég fæ samt að afhenda það þegar ég fer, þannig var díllinn. En samt... skrítið að þetta séu síðustu metrarnir.

Komst að fleiri hlutum um sjálfan mig... sem koma mér samt sem áður ekki svo mikið á óvart. Virðist aldrei hafa fallið almennilega inní hópinn....

You Are 30% Normal
(Occasionally Normal)


You sure do march to your own beat...

But you're so weird, people wonder if it's a beat at all

You think on a totally different wavelength

And it's often a chore to get people to understand you
En hvað er annars að vera Normal. Keppni í því að ná sem bestum árangri í að vera, segja og lifa eftir þeim normum sem annað fólk setur þér, ef allir stela og keyra yfir á rauðu ljósi... er maður þá normal, ef maður brítur lögin á sama hátt og allir? Ef maður fylgir eigin sannfæringu er maður þá ekki NorMal... Spurning... hvernig hægt er að setja mælistiku á Normal-leika og humm....spurning...

Ég stend samt í þeirri sannfæringu að ég sé svona Normal með nokkru aukakryddbragði, en samt langt í frá að vera CrAzZzY.

Yfir og út